Viðskipti erlent

Áfram lækkanir í kauphöllum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lækkanir á mörkuðum tengjast vandræðum bandarískra banka sem féllu á dögunum en einnig lántöku Credit Suisse sem tilkynnt var um í gær.
Lækkanir á mörkuðum tengjast vandræðum bandarískra banka sem féllu á dögunum en einnig lántöku Credit Suisse sem tilkynnt var um í gær. Michael Buholzer/Keystone via AP

Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt.

 Helstu vísitölur í kauphöllunum í Japan, Hong Kong og Ástralíu lækkuðu allar um rúmt prósent og verð á bréfum í bönkum lækkuðu enn meira.

Lækkanirnar koma í kjölfar þess að tveir bankar í Bandaríkjunum fóru á hausinn á dögunum og þá lýsti Svissneski risabankinn Credit Suisse því yfir í gærkvöldi að hann hyggist taka lán upp á um 55 milljarða dollara til að laga efnahagsreikning sinn. Bréf í bankanum hríðlækkuðu í kjölfarið.


Tengdar fréttir

Credit Suis­se drag­bítur á evrópskum bönkum

Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra.

Bréf í bönkum taka dýfu

Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×