Helstu vísitölur í kauphöllunum í Japan, Hong Kong og Ástralíu lækkuðu allar um rúmt prósent og verð á bréfum í bönkum lækkuðu enn meira.
Lækkanirnar koma í kjölfar þess að tveir bankar í Bandaríkjunum fóru á hausinn á dögunum og þá lýsti Svissneski risabankinn Credit Suisse því yfir í gærkvöldi að hann hyggist taka lán upp á um 55 milljarða dollara til að laga efnahagsreikning sinn. Bréf í bankanum hríðlækkuðu í kjölfarið.