Lausaganga í heimasveitum er þrautaganga Kristín Magnúsdóttir skrifar 15. mars 2023 15:00 Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun