Viðskipti innlent

Angeline ráðin yfir­maður markaðs­mála hjá ECA

Atli Ísleifsson skrifar
Angeline Stuma.
Angeline Stuma. ECA

Angeline Stuma hefur verið ráðin sem yfirmaður markaðsmála hjá sprotafyrirtækinu sports Coaching Academy (ECA). Félaginu er ætlað að styðja grasrótarstarf rafíþróttafélaga með hugbúnaði og lausnum sem auðveldi félögunum að halda uppi öflugu barnastarfi í rafíþróttum.

Í tilkynningu segir að starfið miði að því að efla líkamlegt og andlegt atgervi ásamt því að verða betri í leikjunum sjálfum. 

Angeline Stuma mun sem yfirmaður markaðsmála móta og stýra markaðsáætlun ECA með það að markmiði að breiða út boðskap skipulagðs, heilbrigðs barnastarfs í rafíþróttum um allan heim.

„Angeline hefur yfir 10 ára reynslu af markaðsstarfi, sem spannar stöður hjá alþjóðlegum sprotafyrirtækjum sem og hjá Fortune 500 fyrirtækjum. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Motorola Solutions og var alþjóðlegur markaðsstjóri hjá Spartan Race. Í stöðu sinni hjá Spartan, leiddi Angeline vöxt fyrirtækisins, sem er þekktast fyrir ofurhindrunar- og þrekhlaup sín, í 19 löndum. Auk þessa var hún hluti af stofnteymi Wag.com (dótturfyrirtæki Quidsi sem var selt til Amazon), fyrirtækis sem náði undraverðum árangri með því að einblína á frábæra notendaupplifun,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×