„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 12:01 Harpa Valey Gylfadóttir í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum. „Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira