Viðskipti erlent

Biden segir bankakerfið standa traustum fótum

Kjartan Kjartansson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. AP/Andrew Harnik

Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn.

Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum hafa fallið í verði um allan heim eftir fall Silicon Valley Bank á föstudag og Signature Bank í gær. Gjaldþrot þeirra eru þau annað og þriðja stærsta vestanhafs á eftir Washington Mutual sem féll í bankahruninu árið 2008. 

Bandaríkjastjórn ákvað að tryggja innistæður í báðum bönkum að fullu í gær. Inngrip yfirvalda í bankakerfið er það mesta frá því í hruninu. Ólíkt þá verður hvorugum banka þó bjargað með fjármunum skattgreiðenda.

Biden hét því að skattgreiðendur bæru engan kostnað af falli bankanna þegar hann ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Stjórnendur yrðu látnir axla ábyrgð og reglur yrðu hertar.

„Við verðum að fá fullar skýringar á því sem gerðist. Bandaríkjamenn verða að hafa trú á því að bankakerfið sé öruggt,“ sagði forsetinn.


Tengdar fréttir

Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi

Gjald­þrot bank­ans Sil­ic­on Vall­ey Bank í Band­a­ríkj­un­um hef­ur leitt til verð­lækk­an­a á hlut­a­bréf­a­mörk­uð­um um all­an heim og breytt spám um stýr­i­vaxt­a­hækk­an­ir. Hér­lend­is hafa ver­ið um­tals­verð­ar lækk­an­ir á hlut­a­bréf­um og kraf­a á ó­verð­tryggð rík­is­skuld­a­bréf lækk­að­i vegn­a vænt­ing­a um að Seðl­a­bank­inn hækk­i stýr­i­vext­i minn­a en áður var tal­ið.

Öðrum banka lokað en inni­stæður að fullu tryggðar

Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×