Eva skellti sér í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, eða FVA, en viðurkenndi þó að þrátt fyrir að hafa haft heilt ár til að leggja þetta langa nafn skólans á minnið hafi það ekki tekist.
Á milli þess sem Eva skoðaði úrvalið í mötuneytinu og þreif klósett ræddi hún einnig við liðsmenn FVA sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS. FVA fór alla leið í úrslit Framhaldsskólaleikanna í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Tækniskólanum og keppendur liðsins vonast til að ná fram hefndum í ár.
FVA hafði að lokum betur gegn MS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því á leið í undanúrslit. Heimsókn Evu í FVA má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Menntaskólinn á Ásbrú og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30.