Handbolti

Óðinn næstmarkahæstur í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HM í handbolta í Kristianstad Svíþjóð, leikur gegn Suður Kóreu Ísland vann 38-25
HM í handbolta í Kristianstad Svíþjóð, leikur gegn Suður Kóreu Ísland vann 38-25

Þrátt fyrir að missa af einum leik var Óðinn Þór Ríkharðsson næstmarkahæsti leikmaður riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Óðinn, sem leikur með Kadetten Schaffhausen, fór mikinn í riðlakeppninni og skoraði 67 mörk í níu leikjum, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik.

Ihor Turchenko, leikmaður Motor, var langmarkahæstur í riðlakeppninni með 85 mörk í tíu leikjum, eða 8,5 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði átján mörkum meira en Óðinn. Turchenko skoraði rétt tæplega þriðjung marka Motor í riðlakeppninni.

Kadetten Schaffhausen endaði í 3. sæti A-riðils og mætir Ystad í sextán-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valur hefði unnið Ystad með þriggja marka mun en ekki tveggja á þriðjudaginn hefði liðið mætt Kadetten Schaffhausen í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×