Viðskipti innlent

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvél Niceair sem flýgur frá Akureyrarflugvelli.
Flugvél Niceair sem flýgur frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Páll

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Niceair. Þar er haft eftir Helga Eysteinssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála Niceair, að það hafi sýnt sig að Kaupmannahöfn er afar vinsæll áfangastaður Íslendinga og vaxandi fjöldi noti Kastrup sem tengiflugvöll um alla Evrópu.

„Frá Kaupmannahöfn er flogið til meira en 200 áfangastaða um allan heim og þetta nýtir nú þegar um þriðjungur farþega okkar. Flogið er á morgnana klukkan 07:45 sem gefur góðan tíma til að hugga sig á Kastrup áður en flugið er tekið lengra síðdegis. Hér munar auðvitað mestu um að farþegar okkar eru nú að komast á lokasáfangastað innan eins dags, í stað þess að leggja land undir fót á Íslandi og gista til næsta dags til að taka flugið. Gamli höfuðstaðurinn er síðan ekki síst vinsæll sem frábær helgarferðastaður” er haft eftir Helga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×