Golf

Guðmundur Ágúst lauk keppni í 48. sæti

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðmundur Ágúst ásamt Þjóðverjanum Yannik Paul sem er í öðru sæti mótsins.
Guðmundur Ágúst ásamt Þjóðverjanum Yannik Paul sem er í öðru sæti mótsins. Vísir/Getty

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk keppni í morgun á Hero Indian Open mótinu í golfi. Guðmundur Ágúst lauk keppni í 48.-53. sæti eftir að hafa verið í öðru sæti eftir fyrstu tvo hringina.

Guðmundur Ágúst hóf mótið í Indlandi frábærlega. Hann lék fyrstu tvo hringina á fimm höggum undir pari samtals og var í öðru sæti mótsins að þeim loknum.

Hann lenti hins vegar í vandræðum í gær þegar hann lék þriðja hringinn á fimm höggum yfir pari og var fyrir síðasta hringinn í dag í 28.-36.mótsins en hans besti árangur hans á DP-mótaröðinni fyrir mótið í Indlandi var 49.sæti á Singapore Classic fyrr í þessum mánuði.

Guðmundur Ágúst átti sömuleiðis frekar erfiðan síðasta hring. Hann náði sér í fjóra skolla á fyrstu átta holunum en fyrsti fuglinn kom á 13.braut en síðan annar skolli á þeirri 14.

Á átjándu og síðustu holunni spilaði Guðmundur Ágúst á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni í dag á sex höggum yfir pari og sex höggum yfir pari samtals.

Guðmundur Ágúst keppir næst á Magical Kenya Open mótinu sem hefst eftir tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×