„Á ekki von á að við fáum fleiri stig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 14:01 HK hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Vísir/Vilhelm Meiðsli hafa gert HK erfitt fyrir í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fall blasir við ungu liði. Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni. Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni.
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira