Leggja til tuttugu milljarða arðgreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 15:51 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/Vilhelm Afkoma ársins var sú besta í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar. Þar er tæpt á helstu atriðum fyrir árið 2022. Ríkið hefur keypt 64,73% eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. og greiddi 305 milljónir USD (43,3 ma. kr.) fyrir samkvæmt kaupsamningi. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 315,9 milljónum USD (44,9 ma.kr.), en var 183,3 milljónir USD árið áður og hækkar því um 72,3%. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi, eftir kaup ríkisins á Landsneti hf., var 298,7 milljónir USD (42,4 ma.kr.), en var 112,4 milljónir USD árið áður og hækkar því um 166% á milli ára. Hagnaður ársins var 161,9 milljónir USD (23,0 ma.kr.), en var 148,6 milljónir USD árið áður. Rekstrartekjur námu 608,6 milljónum USD (86,4 ma.kr.) og hækka um 123,5 milljónir USD (25,5%) frá árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 657,3 milljónir USD (93,3 ma.kr.) frá áramótum og voru í árslok 843,5 milljónir USD (119,8 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 435,9 milljónum USD (61,9 mö.kr.), sem er 34,8% hækkun frá árinu áður. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,9 USD á megavattstund, sem er hæsta verð í sögu Landsvirkjunar. Greiddur arður á árinu nam 120 milljónum USD (17 mö.kr.) og skattar 41 milljón USD (5,8 mö.kr.). Alls námu greiðslur til ríkissjóðs því 161 milljón USD (22,8 mö.kr.). Stjórn félagsins fyrirhugar að gera tillögu á aðalfundi um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 140 milljónir USD (20 ma.kr.). Hörður Arnarson forstjóri segir afkomuna betri en nokkurn tímann áður í sögu Landsvirkjunar. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Rekstrartekjur jukust um rúm 25% frá árinu 2021, þegar þær voru þó meiri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarniðurstaða ársins 2022 er því einstök í 58 ára sögu fyrirtækisins.“ Aldrei hærra meðalverð til stórnotenda Hann segir árangurinn einkum mega rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og endursamninga við flesta stærstu viðskiptavini á síðustu árum. „En þeir borga nú raforkuverð sem er sambærilegt við það sem borgað er í löndum sem við berum okkur helst saman við. Rekstrarumhverfi stórnotenda var einnig almennt hagstætt á árinu og óhætt er að segja að velgengni þeirra og Landsvirkjunar haldist að miklu leyti í hendur. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var tæplega 43 bandaríkjadalir á megavattstund og hefur aldrei verið hærra.“ Áfram hafi verið haldið á þeirri braut að lækka skuldir. „Nettó skuldir lækkuðu um rúmlega 93 milljarða króna (657 milljónir bandaríkjadala) frá upphafi árs. Nú er svo komið að lykilmælikvarðinn nettó skuldir/EBITDA er afar hagstæður í samanburði við systurfyrirtæki okkar á Norðurlöndunum, en hreinar skuldir eru nú aðeins um 1,85-faldur rekstrarhagnaður fyrir afskriftir. Með þessari bættu skuldastöðu hefur fjárfestinga- og arðgreiðslugeta Landsvirkjunar aukist og mun stjórn fyrirtækisins leggja til við aðalfund um 20 milljarða kr. (140 milljóna bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs.“ Þrátt fyrir þessa góðu afkomu fyrirtækisins og góðar rekstrarhorfur segir Hörður að ákveðnar blikur séu á lofti í orkumálum þjóðarinnar. Orkukerfið nærri fulllestað „Orkukerfi Landsvirkjunar er nálægt því að vera fulllestað, bæði með tilliti til afls og orku. Eftirspurn eftir grænni raforku er mikil, bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Við getum því miður ekki mætt þessari eftirspurn nema að takmörkuðu leyti og höfum því þurft að segja nei við ýmsum áhugaverðum og vænlegum verkefnum sem falast hafa eftir rafmagnssamningum.“ Unnið sé að því að afla tilskilinna leyfa fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. „Sem við höfum undirbúið í ár og áratugi. Þannig viljum við tryggja samfélaginu nægt rafmagn til orkuskipta og bættra lífsgæða í framtíðinni, ekki síst í ljósi metnaðarfullra markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum.“ Undir lok árs hafi náðst samningar um að ríkið keypti eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti. „Þeir samningar voru ánægjulegir, enda hefur Landsvirkjun lengi talað fyrir breytingum á eignarhaldi Landsnets og bent á að óheppilegt væri að fyrirtæki sem hefði einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun væri í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna.“ Rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu. „En mikið reyndi á starfsfólk fyrirtækisins vegna tíðra óveðra og dræms innrennslis til lóna og á það þakkir skildar fyrir ósérhlífni og fagleg vinnubrögð við erfiðar aðstæður.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þar er tæpt á helstu atriðum fyrir árið 2022. Ríkið hefur keypt 64,73% eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. og greiddi 305 milljónir USD (43,3 ma. kr.) fyrir samkvæmt kaupsamningi. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 315,9 milljónum USD (44,9 ma.kr.), en var 183,3 milljónir USD árið áður og hækkar því um 72,3%. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi, eftir kaup ríkisins á Landsneti hf., var 298,7 milljónir USD (42,4 ma.kr.), en var 112,4 milljónir USD árið áður og hækkar því um 166% á milli ára. Hagnaður ársins var 161,9 milljónir USD (23,0 ma.kr.), en var 148,6 milljónir USD árið áður. Rekstrartekjur námu 608,6 milljónum USD (86,4 ma.kr.) og hækka um 123,5 milljónir USD (25,5%) frá árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 657,3 milljónir USD (93,3 ma.kr.) frá áramótum og voru í árslok 843,5 milljónir USD (119,8 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 435,9 milljónum USD (61,9 mö.kr.), sem er 34,8% hækkun frá árinu áður. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,9 USD á megavattstund, sem er hæsta verð í sögu Landsvirkjunar. Greiddur arður á árinu nam 120 milljónum USD (17 mö.kr.) og skattar 41 milljón USD (5,8 mö.kr.). Alls námu greiðslur til ríkissjóðs því 161 milljón USD (22,8 mö.kr.). Stjórn félagsins fyrirhugar að gera tillögu á aðalfundi um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 140 milljónir USD (20 ma.kr.). Hörður Arnarson forstjóri segir afkomuna betri en nokkurn tímann áður í sögu Landsvirkjunar. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Rekstrartekjur jukust um rúm 25% frá árinu 2021, þegar þær voru þó meiri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarniðurstaða ársins 2022 er því einstök í 58 ára sögu fyrirtækisins.“ Aldrei hærra meðalverð til stórnotenda Hann segir árangurinn einkum mega rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og endursamninga við flesta stærstu viðskiptavini á síðustu árum. „En þeir borga nú raforkuverð sem er sambærilegt við það sem borgað er í löndum sem við berum okkur helst saman við. Rekstrarumhverfi stórnotenda var einnig almennt hagstætt á árinu og óhætt er að segja að velgengni þeirra og Landsvirkjunar haldist að miklu leyti í hendur. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var tæplega 43 bandaríkjadalir á megavattstund og hefur aldrei verið hærra.“ Áfram hafi verið haldið á þeirri braut að lækka skuldir. „Nettó skuldir lækkuðu um rúmlega 93 milljarða króna (657 milljónir bandaríkjadala) frá upphafi árs. Nú er svo komið að lykilmælikvarðinn nettó skuldir/EBITDA er afar hagstæður í samanburði við systurfyrirtæki okkar á Norðurlöndunum, en hreinar skuldir eru nú aðeins um 1,85-faldur rekstrarhagnaður fyrir afskriftir. Með þessari bættu skuldastöðu hefur fjárfestinga- og arðgreiðslugeta Landsvirkjunar aukist og mun stjórn fyrirtækisins leggja til við aðalfund um 20 milljarða kr. (140 milljóna bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs.“ Þrátt fyrir þessa góðu afkomu fyrirtækisins og góðar rekstrarhorfur segir Hörður að ákveðnar blikur séu á lofti í orkumálum þjóðarinnar. Orkukerfið nærri fulllestað „Orkukerfi Landsvirkjunar er nálægt því að vera fulllestað, bæði með tilliti til afls og orku. Eftirspurn eftir grænni raforku er mikil, bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Við getum því miður ekki mætt þessari eftirspurn nema að takmörkuðu leyti og höfum því þurft að segja nei við ýmsum áhugaverðum og vænlegum verkefnum sem falast hafa eftir rafmagnssamningum.“ Unnið sé að því að afla tilskilinna leyfa fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. „Sem við höfum undirbúið í ár og áratugi. Þannig viljum við tryggja samfélaginu nægt rafmagn til orkuskipta og bættra lífsgæða í framtíðinni, ekki síst í ljósi metnaðarfullra markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum.“ Undir lok árs hafi náðst samningar um að ríkið keypti eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti. „Þeir samningar voru ánægjulegir, enda hefur Landsvirkjun lengi talað fyrir breytingum á eignarhaldi Landsnets og bent á að óheppilegt væri að fyrirtæki sem hefði einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun væri í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna.“ Rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu. „En mikið reyndi á starfsfólk fyrirtækisins vegna tíðra óveðra og dræms innrennslis til lóna og á það þakkir skildar fyrir ósérhlífni og fagleg vinnubrögð við erfiðar aðstæður.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent