Viðskipti innlent

Forstjóri Regins segir upp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Helgi S. Gunnarsson hefur sagt upp sem forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson hefur sagt upp sem forstjóri Regins.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hefur óskað eftir því að láta af störfum á næstu mánuðum. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra síðan árið 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Regin sem send var á Kauphöllina. Stjórn félagsins þakkar Helga fyrir hans vel unnin störf í gegnum árin og segja störf hans hafa markað djúp spor í farsælan rekstur félagsins. 

„Við höfum unnið markvisst að uppbyggingu félagsins frá byrjun og höfum náð frábærum árangri. Reginn stendur traustum fótum og fyrst og fremst þakka ég þann árangur mikilli samheldni og stefnufestu stjórnar, stjórnenda og starfsmanna félagsins. Ég er ákaflega stoltur og ánægður yfir því að hafa fengið tækifæri til að vinna að þróun og vexti Regins síðastliðin fjórtán ár,“ er haft eftir Helga í tilkynningunni. 

Helgi mun halda áfram sem forstjóri þar til að fundinn hefur verið eftirmaður hans. Þá mun hann sitja áfram í stjórn Klasa ehf. fyrir hönd Regins. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×