Viðskipti innlent

Hildur nýr fram­kvæmda­stjóri hjá PLAIO

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Rún Guðjónsdóttir.
Hildur Rún Guðjónsdóttir. Aðsend

Hildur Rún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til PLAIO sem framkvæmdastjóri árangursdrifinna viðskiptatengsla (e. VP of Customer Success).

Í tilkynningu kemur fram að hún muni stýra innleiðingum á hugbúnaðarkerfi PLAIO ásamt því að tryggja velgengni viðskiptavina.

„Hildur Rún kemur frá Deloitte þar sem hún starfaði undanfarin ár sem verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Hún er reyndur ráðgjafi með mikla þekkingu á ferlagreiningu og sjálfvirknivæðingu ferla og hefur tekið þátt í umfangsmiklum verkefnum fyrir fjölbreytta viðskiptavini. 

Hildur Rún er með M.Sc. og B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 

Um PLAIO segir að fyrirtækið þrói hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðli að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir meðal annars gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×