Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 11:24 Stjörnur fá fúlgur fjár fyrir að leika í auglýsingum sem sýndar eru í tengslum við Super Bowl. Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum. Mikill metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og er miklum fjármunum varið í framleiðslu þeirra og birtingu, þar sem hver sekúnda kostar gífurlega mikið. Margar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli þetta árið. Má þar nefna auglýsingu Dunkin Donuts, þar sem Jennifer Lopez gómar Ben Affleck við að vinna í bílalúgu. Auglýsing T-Mobile með Bradley Cooper og mömmu hans þykir skemmtileg og það sama má segja um auglýsingu Rakuten þar sem Alicia Silverstone endurvakti persónu sína úr Clueless. Bryan Crantston og Aaron Paul stungu aftur upp kollinum sem þeir Mr. White og Jessie úr Breaking Bad. Ben Stiller og Steve Martin reyndu að útskýra leiklistina og auglýsingar fyrir áhorfendum í auglýsingu Pepsi. Þá hefur auglýsing um Jesú vakið mikla athygli en hún er fjármögnuð af auðugum og áhrifamiklum fjölskyldum strangtrúaðra Bandaríkjamanna og gerð af samtökum sem hafa verið bendluð við pólitík á hægri ving Bandaríkjanna. Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi. Þetta eru margar auglýsingar svo þær gætu tekið smá tíma að birtast. Who doesn t know Tony Hawk ?! All customers get a FREE BET @DKSportsbook! Use promo code HART if you haven t signed up yet! #DKPartner pic.twitter.com/KRYPJl6U57— LOL Network (@LOLNetwork) February 12, 2023 Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og er miklum fjármunum varið í framleiðslu þeirra og birtingu, þar sem hver sekúnda kostar gífurlega mikið. Margar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli þetta árið. Má þar nefna auglýsingu Dunkin Donuts, þar sem Jennifer Lopez gómar Ben Affleck við að vinna í bílalúgu. Auglýsing T-Mobile með Bradley Cooper og mömmu hans þykir skemmtileg og það sama má segja um auglýsingu Rakuten þar sem Alicia Silverstone endurvakti persónu sína úr Clueless. Bryan Crantston og Aaron Paul stungu aftur upp kollinum sem þeir Mr. White og Jessie úr Breaking Bad. Ben Stiller og Steve Martin reyndu að útskýra leiklistina og auglýsingar fyrir áhorfendum í auglýsingu Pepsi. Þá hefur auglýsing um Jesú vakið mikla athygli en hún er fjármögnuð af auðugum og áhrifamiklum fjölskyldum strangtrúaðra Bandaríkjamanna og gerð af samtökum sem hafa verið bendluð við pólitík á hægri ving Bandaríkjanna. Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi. Þetta eru margar auglýsingar svo þær gætu tekið smá tíma að birtast. Who doesn t know Tony Hawk ?! All customers get a FREE BET @DKSportsbook! Use promo code HART if you haven t signed up yet! #DKPartner pic.twitter.com/KRYPJl6U57— LOL Network (@LOLNetwork) February 12, 2023
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira