Viðskipti erlent

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjörnur fá fúlgur fjár fyrir að leika í auglýsingum sem sýndar eru í tengslum við Super Bowl.
Stjörnur fá fúlgur fjár fyrir að leika í auglýsingum sem sýndar eru í tengslum við Super Bowl.

Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum.

Mikill metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og er miklum fjármunum varið í framleiðslu þeirra og birtingu, þar sem hver sekúnda kostar gífurlega mikið.

Margar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli þetta árið. Má þar nefna auglýsingu Dunkin Donuts, þar sem Jennifer Lopez gómar Ben Affleck við að vinna í bílalúgu. Auglýsing T-Mobile með Bradley Cooper og mömmu hans þykir skemmtileg og það sama má segja um auglýsingu Rakuten þar sem Alicia Silverstone endurvakti persónu  sína úr Clueless.

Bryan Crantston og Aaron Paul stungu aftur upp kollinum sem þeir Mr. White og Jessie úr Breaking Bad. Ben Stiller og Steve Martin reyndu að útskýra leiklistina og auglýsingar fyrir áhorfendum í auglýsingu Pepsi. 

Þá hefur auglýsing um Jesú vakið mikla athygli en hún er fjármögnuð af auðugum og áhrifamiklum fjölskyldum strangtrúaðra Bandaríkjamanna og gerð af samtökum sem hafa verið bendluð við pólitík á hægri ving Bandaríkjanna.

Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi. Þetta eru margar auglýsingar svo þær gætu tekið smá tíma að birtast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×