Körfubolti

„Þetta er búið hjá KR“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Búið spil?
Búið spil? Hulda Margrét

Eitt sigursælasta körfuboltalið landsins mun að öllum líkindum leika í B-deild á næstu leiktíð.

Darri Freyr Atlason og Teitur Örlygsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi í gær þar sem þeir fóru meðal annars yfir naumt tap KR fyrir Hetti á Egilsstöðum.

„Ég held að allir í KR liðinu hafi gert sér grein fyrir því að þetta var leikurinn, þetta var do-or-die. Það er mjög erfitt að reikna sig niður á áframhaldandi líf KR í efstu deild úr þessu.“ sagði Darri Freyr, sem er fyrrum þjálfari KR.

Segja má að KR liðið þurfi á kraftaverki að halda til að bjarga sæti sínu í deildinni en liðið er átta stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir af mótinu.

„Þetta er búið. Við getum staðfest þetta,“ sagði hinn þrautreyndi Teitur.

Umræðuna um KR liðið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Segir KR vera fallið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×