Viðskipti innlent

Bein út­sending: Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu?

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað hratt undanfarin ár og verkefnum ríkis og sveitarfélaga fjölgað.
Starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað hratt undanfarin ár og verkefnum ríkis og sveitarfélaga fjölgað. FA

„Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu?“ er yfirskrift fundar Félags atvinnurekenda sem hefst á Grand Hótel í Reykjavík klukkan 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi. 

Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda segir að starfsmönnum hins opinbera hafi fjölgað hratt undanfarin ár og verkefnum ríkis og sveitarfélaga fjölgað. 

„Ríkisvaldið hefur að mörgu leyti gengið á undan í hækkun launa og starfskjara og einkafyrirtæki eiga æ oftar í harðri samkeppni við ríkið um sérhæft starfsfólk. Hvað segja opinberar tölur okkur um þróunina? Er hún jákvæð og sjálfbær? 

Fjallað verður um málið á opnum fundi Félags atvinnurekenda í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík 9. febrúar næstkomandi kl. 16. Þar verður kynnt ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um þróunina í fjölda og launakjörum opinberra starfsmanna. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af aðalfundi FA,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 

Dagskrá:

Inngangsorð. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda

Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon

Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

Fyrirmyndarríkið Ísland. Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður og eigandi Fagkaupa

Vinnumarkaðsmódel á hvolfi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Fundarstjóri er Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×