Körfubolti

Ant­hony Davis leit út fyrir að vera skít­­sama þegar LeBron bætti metið í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fagnar köfunnni sem sló stigamet Kareem Abdul-Jabbar.
LeBron James fagnar köfunnni sem sló stigamet Kareem Abdul-Jabbar. AP/Mark J. Terrill

Það mikið húllumhæ í nótt þegar LeBron James bætti stigamet NBA-deildarinnar, met sem hafði verið í eigu Kareem Abdul-Jabbar í meira en 38 ár.

Leikurinn var stöðvaður í tíu mínútur á meðan Lebron var hylltur og Abdul-Jabbar sjálfur hélt meðal annars stutta ræðu.

Viðbrögð eins mans við metinu vöktu þó sérstaka athygli á netmiðlum en það var hvernig liðsfélagi LeBron James, Anthony Davis, leit út fyrir að vera skítsama um það að metið hafi fallið.

Davis settist niður þegar James var um það bil að bæta metið og sat áfram þrátt fyrir að næstum því allir í húsinu hafi fagnað með standandi lófaklappi.

Davis sagði öll réttu orðin á blaðamannafundi eftir leikinn en það leit ekki vel út fyrir hann að sjá myndböndin af honum sitja sem fastast á þessu risastóra sögulega mómenti fyrir NBA-deildina.

Margir hafa grínast með að Davis hafi ekki viljað meiðast í fagnaðarlátunum enda fáir leikmenn óheppnari með meiðsli.

Miðað við slappa frammistöðu hans í leiknum voru aðrir sem bentu á að það hlyti að vera enn á ný eitthvað að hjá kappanum.

Lebron sló metið í þriðja leikhluta með sínu 36 stigi í leiknum en hann og Davis skoruðu síðan bara tvö stig hvor í fjórða leikhluta og Lakers liðið tapaði leiknum á móti Oklahoma City Thunder með þremur stigum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×