Viðskipti innlent

Sölu­met slegið hjá Play í janúar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Airbus A321-þota Play á Keflavíkurflugvelli.
Airbus A321-þota Play á Keflavíkurflugvelli. Vilhelm Gunnarsson

Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. 

31 prósent af farþegum Play í janúar ferðuðust frá Íslandi, 37 prósent til Íslands og 32 prósent voru tengifarþegar. Stundvísi var 84,3 prósent. 

„Farþegatölurnar í janúar voru góðar og nýtingin vel ásættanleg þrátt fyrir að eftirspurn sé almennt með lægsta móti í janúar. Við nýttum sveigjanleika leiðakerfisins og aðlöguðum tíðni flugleggja til að lágmarka kostnað á þessum lágannatíma í flugrekstri. Bókunarstaðan í janúar var feiknasterk sem er til marks um gott ár fram undan. Við verðum með næstum því 77% meira framboð í sumar miðað við síðasta sumar og fáum fjórar nýjar flugvélar,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×