Viðskipti innlent

Nýr hótel­stjóri á Hótel Sel­fossi í kjöl­far eig­enda­skipta

Atli Ísleifsson skrifar
Björgvin Jóhannesson.
Björgvin Jóhannesson. Aðsend

Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss.

Í tilkynningu kemur fram að hann hafi víðtæka þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu sem hótelstjóri og stjórnandi. 

„Björgvin var hótelstjóri Hótel Kötlu-Höfðabrekku frá 2004-2018, fjármálastjóri Estadal 2 frá 2018-2022 og nú síðast var hann framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss. Björgvin er með B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði með áherslu á ferðamálafræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 

Greint var frá því í lok síðasta árs að nýstofnað eignarhaldsfélag JAE, sem sé meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hafi gengið frá kaupum á Hótel Selfoss.


Tengdar fréttir

Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss

Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×