Körfubolti

Giannis með þrefalda tvennu í sjöunda sigri Bucks í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt.
Giannis Antetokounmpo var allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images

Giannis Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Milwaukee Bucks er liðið vann nauman átta stiga sigur gegn Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 123-115, en þetta var sjöundi sigur Mailwaukee liðsins í röð og sá níundi af seinustu tíu leikjum.

Heimamenn í Milwaukee byrjuðu betur og leiddu með átta stigum að loknum fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Miami snéru taflinu þó við í öðrum leikhluta og jöfnuðu metin áður en flautað var til hálfleiks, staðan 62-62 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Áfram ríkti jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og heimamenn höfðu aðeins tveggja stiga forystu að loknum þriðja leikhluta. Milwaukee liðið náði loks að slíta sig frá gestunum á seinustu þremur mínútum leiksins og vann að lokum góðan átta stiga sigur, 123-115.

Giannis Antetokounmpo var stigahæsti maður vallarins með 35 stig fyrir Bucks, en hann tók einnig 15 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Í liði Miami Heat var Jimmy Butler atkvæðamestur með 32 stig.

Úrslit næturinnar

Washington Wizards 123-125 Brooklyn Nets

Los Angeles Lakers 126-131 New Orleans Pelicans

Phoenix Suns 116-100 Detroit Pistons

Los Angeles Clippers 134-128 New York Knicks

Portland Trailblazers 121-129 Chicago Bulls

Miami Heat 115-123 Milwaukee Bucks

Houston Rockets 121-153 Oklahoma City Thunder

Dallas Mavericks 113-119 Golden State Warriors

Atlanta Hawks 108-128 Denver Nuggets

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×