Karabatic skrifar undir nýjan samning og spilar fram á fimmtugsaldurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 22:30 Nikola Karabatic er hvergi nærri hættur. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic, sem er af mörgum talinn einn allra besti handboltamaður sögunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið PSG. Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar. Franski handboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar.
Franski handboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira