Viðskipti innlent

244 blað­berum Póst­dreifingar var sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Uppsagnirnar hjá Póstdreifingu tengjast ákvörðun stjórnenda Torgs að hætta að dreifa Fréttablaðinu inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Uppsagnirnar hjá Póstdreifingu tengjast ákvörðun stjórnenda Torgs að hætta að dreifa Fréttablaðinu inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Póstdreifingar sagði upp 244 blaðberum í síðasta mánuði. Allir voru þeir í hlutastarfi og sinntu útburði á dagblöðum. Flestum verður þó boðið aftur starf.

Þetta staðfestir Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, í samtali við fréttastofu. Hann segir ákvörðunina tengjast breyttum rekstrarforsendum í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Torgs að hætta dreifingu á Fréttablaðinu inn á öll heimili í Reykjavík og á Akureyri um síðustu áramót.

„Við erum að endurskipuleggja dreifikerfið og það var því miður nauðsynlegt að segja upp öllum blaðberum. Í öllum tilfellum var að ræða starfsmenn í hlutastarfi en flestum verður þó boðið aftur starf.“

Varðandi uppsagnarfrestinn segir Reynir hann vera mismunandi, allt eftir kjarasamningum. Um hafi verið að ræða bæði blaðbera Póstdreifingar í Reykjavík og á Akureyri.

Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun, sem send var út í gær, kom fram að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist stofnuninni í janúar þar sem 261 starfsmanni var sagt upp störfum. Þar kom fram að 244 hafi verið sagt upp í flutningum og sautján í annarri heilbrigðisþjónustu.


Tengdar fréttir

Fréttablaðið hrynur í lestri

Morgunblaðið er nú komið yfir Fréttablaðið í lestri. Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Gallup.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×