Fram kemur í tilkynningu að stærstu verkefni Vals Hrafns hjá Sýn hafi verið meðal annars þróun á tækniumhverfi fyrir Vísi, sjónvarpsappi Stöðvar 2 og útvarpsöppum Sýnar. Valur hefur lokið B.Sc gráðu í hugbúnaðarþróun frá Háskólanum í Reykjavík.
„Reynsla Vals mun styrkja Stokk Software í sinni vegferð og hann kemur með verðmæta þekkingu á öllum sviðum starfsemi okkar. Það er mikil eftirspurn á stafrænum lausnum og stafræn þróun fyrirtækja í hámarki svo við erum spennt að fá Val til okkar til að leiða tækniþróun fyrirtækisins áfram,“ segir Árdís Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stokks, í tilkynningu.
Stokkur Software hefur verið leiðandi í appþróun í yfir 15 ár og hefur þróað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Domino’s, Lottó, Lengjuna, Aur, Strætó og Einkaklúbb Arion banka svo eitthvað sé nefnt.