Viðskipti innlent

Valur Hrafn ráðinn tæknistjóri hjá Stokki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valur Hrafn Einarsson hefur verið lykilmaður um árabil við forritun og þróun hjá Vísi. Fyrst hjá 365 miðlum og undanfarin ár hjá Sýn.
Valur Hrafn Einarsson hefur verið lykilmaður um árabil við forritun og þróun hjá Vísi. Fyrst hjá 365 miðlum og undanfarin ár hjá Sýn.

Valur Hrafn Einarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri (CTO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Valur hefur víðtæka reynslu úr tæknigeiranum og hefur frá árinu 2018 stýrt vefþróunardeild Sýnar.

Fram kemur í tilkynningu að stærstu verkefni Vals Hrafns hjá Sýn hafi verið meðal annars þróun á tækniumhverfi fyrir Vísi, sjónvarpsappi Stöðvar 2 og útvarpsöppum Sýnar. Valur hefur lokið B.Sc gráðu í hugbúnaðarþróun frá Háskólanum í Reykjavík.

„Reynsla Vals mun styrkja Stokk Software í sinni vegferð og hann kemur með verðmæta þekkingu á öllum sviðum starfsemi okkar. Það er mikil eftirspurn á stafrænum lausnum og stafræn þróun fyrirtækja í hámarki svo við erum spennt að fá Val til okkar til að leiða tækniþróun fyrirtækisins áfram,“ segir Árdís Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stokks, í tilkynningu.

Stokkur Software hefur verið leiðandi í appþróun í yfir 15 ár og hefur þróað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Domino’s, Lottó, Lengjuna, Aur, Strætó og Einkaklúbb Arion banka svo eitthvað sé nefnt.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×