Lestur Fréttablaðsins hrynur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 13:29 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19