„Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2023 21:21 Páll Heiðar Pálsson fasteignasali segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Vísir/Arnar Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa skilað árangri að sögn fasteignasala sem segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Frekari vaxtahækkanir muni þó frysta markaðinn. Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur