Körfubolti

NBA leikmaður spilaði sinn fyrsta leik í næstum því tvö og hálft ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Isaac í leik með Orlando Magic á móti Boston Celtics í nótt.
Jonathan Isaac í leik með Orlando Magic á móti Boston Celtics í nótt. AP/John Raoux

Jonathan Isaac spilaði í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni frá því í ágúst 2020. Þá var hann 22 ára en núna er hann orðinn 25 ára gamall.

Isaac hefur verið að glíma við hnémeiðsli í tvö og hálft ár. Hann sleit krossband þegar NBA spilaði tímabilið í búbblunni í Flóróda og hafði ekki spilað síðan.

Isaac spilaði aftur á móti tíu mínútur í 113-98 sigri Orlando Magic á Boston Celtis í nótt og stóð sig mjög vel. Hann skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og stal 2 boltum.

Innkoma hans skipti miklu máli en Orlando endaði þarna níu leikja sigurgöngu Boston liðsins.

„Orlando Magic fær mikla ást frá mér fyrir að standa með mér í gegnum allan þennan tíma,“ sagði Jonathan Isaac eftir leikinn.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×