Sigur Króatíu á Barein þýðir að Króatía endar í 9. sæti og Slóvenía fer úr níunda sætinu niður í 10. sætið. Sigur Serbíu á Hollandi lyftir Serbum upp í 11. sæti og Íslandi þar af leiðandi niður í 12. sæti.
Í stuttu máli eru öll liðin sem enduðu í 3. sæti í milliriðlunum fjórum með fleiri stig eða betri markatölu en Ísland:
- 9. Króatía 7 stig (+28)
- 10. Slóvenía 6 stig (+25)
- 11. Serbía 6 stig (+14)
- 12. Ísland 6 stig (+11)
Ísland getur ekki fallið neðar þar sem sætum þar fyrir neðan hefur verið ráðstafað. Á eftir Íslandi koma Portúgal, Holland, Pólland, Barein, Brasilía, Svartfjallaland, Argentína, Bandaríkin, Belgía, Katar, Grænhöfðaeyjar og Íran.
Með þessu eru möguleikar Íslands að komast í forkeppni Ólympíuleikanna 2024 orðnir að litlu sem engu. Liðið þarf að verða Evrópumeistari á næsta ári eða enda eins ofarlega og mögulegt er á EM og vona að það skili sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer vorið 2024.
Ísland endar í 12. sæti á HM. Þar með er ljóst að eini möguleiki Íslands inn á Ólympíuleikana 2024 er
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 23, 2023
a) Verða Evrópumeistari í Þýskalandi að ári.
b) Enda sem efst á EM 2024 og vonast til að það skili sæti í ÓL forkeppninni vorið 2024