Viðskipti innlent

Leifur nýr for­stöðu­maður hjá Motus

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leifur Grétarsson er nýr forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus.
Leifur Grétarsson er nýr forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Aðsend

Leifur Grétarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann kemur til fyrirtækisins frá CreditInfo þar sem hann hefur starfað síðan árið 2015.

Sem forstöðumaður viðskiptastýringar mun hann bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina Motus. Leifur er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál. Þá stundaði hann meistaranám í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla. 

„Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Motus er á. Motus er rótgróið fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði og það verður gaman að þróa áfram þær lausnir og þjónustu sem félagið býður upp á með fjölbreyttum hópi viðskiptavina,“ er haft eftir Leifi í tilkynningu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.