Innherji

Alvotech leitar til innlendra fjárfesta eftir auknu hlutafé

Hörður Ægisson skrifar
Við skráningu Alvotech á markað um mitt árið 2022 var stærsti hluthafinn fjárfestingafélagið Aztiq, sem er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann, með um 40 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Alvogen, systurfélag Alvotech, með um 30 prósenta hlut. Róbert er einnig stór hluthafi í Alvogen með um þriðjungshlut.
Við skráningu Alvotech á markað um mitt árið 2022 var stærsti hluthafinn fjárfestingafélagið Aztiq, sem er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann, með um 40 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Alvogen, systurfélag Alvotech, með um 30 prósenta hlut. Róbert er einnig stór hluthafi í Alvogen með um þriðjungshlut.

Rúmum einum mánuði eftir að Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, kláraði útgáfu á breytanlegum skuldabréfum fyrir jafnvirði um tíu milljarða króna vinnur líftæknilyfjafyrirtækið núna að því að sækja sér umtalsverða fjárhæð í aukið hlutafé til að treysta fjárhaginn. Félagið hóf markaðsþreifingar við innlenda fjárfesta fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja, en stefnt er að því að klára útboðið fyrir opnun markaða á mánudag.


Tengdar fréttir

Íslenskir sjóðir fjárfestu í Alvotech fyrir á fimmta milljarð

Fjögur stærstu íslensku sjóðastýringarfélögin fjárfestu í Alvotech fyrir samtals vel yfir fjóra milljarða króna í aðdraganda þess að líftæknilyfjafyrirtækið var skráð á markað hér heima og í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. Sjóðir opnir almennum fjárfestum í rekstri Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka, voru þar umsvifamestir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.