Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 16:05 Fúsi fisksali er svartsýnn á leikinn gegn Svíum á eftir en biður til Guðs að hann hafi rangt fyrir sér hvað varðar sína spá. Vísir/Egill Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira