Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­árs­mál­stofa ferða­þjónustunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Rætt verður um hver tækifærin liggja í ferðaþjónustu og hvernig skuli tækla áskoranir.
Rætt verður um hver tækifærin liggja í ferðaþjónustu og hvernig skuli tækla áskoranir. Vísir/Vilhelm

Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar hefst í Húsi atvinnulífsins klukkan 10 og verður í beinu streymi.

Í tilkynningu segir að í upphafi ársins sé nauðsynlegt að skerpa fókusinn á því sem framundan sé og stilla saman strengi. 

„Það er líka gott að líta yfir farin veg og skoða hvað við höfum áorkað á ferðalaginu hingað til. Hvar liggja tækifærin og hvernig tæklum við áskoranir?

Á árinu 2023 ætlum við að stilla linsuna inná sjálfbærni og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu sem byggir á sterkum sjálfbærnigrunni. Við sem vinnum náið með ferðaþjónustu à Íslandi þorum að fullyrða að þau fyrirtæki sem eru ekki komin með sjálfbærnimálefni fremst í forgang verði ekki líkleg til að vera í ábatasömum rekstri innan fárra ára. Þessvegna viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að auðvelda leiðina með öflugri fræðslu, réttum verkfærum og samvinnu.

Nýársmálstofan er góður áttaviti og innblástur fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu til að setja ásetning og markmið til að vinna að á árinu. Við fáum kynningu á glænýrri könnun á stöðu ferðaþjónustunnar, innblástur frá Hvammsvík ásamt stuttum skilaboðum frá ferðaþjónustu aðilum sem hafa lagt af stað í sjálfbærniferðalagið. Að lokum fáum við að heyra hvað ráðherra ferðamála mun leggja áherslu á þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda og greinarinnar á nýju ári,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með útsendinginni í spilaranum að neðan. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×