Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný græn auð­lind

Atli Ísleifsson skrifar
Á fundinum verður rætt um vaxandi verðmæti grænna auðlinda, hvernig upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum og reynslu Norðmanna.
Á fundinum verður rætt um vaxandi verðmæti grænna auðlinda, hvernig upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum og reynslu Norðmanna. Landsvirkjun

Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundi um raforkumarkaði á Reykjavík Hilton Nordica á Suðurlandsbraut í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.

Í tilkynningu kemur fram að rætt verði um vaxandi verðmæti grænna auðlinda, hvernig upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum og reynslu Norðmanna. 

Kaupendur og seljendur upprunaábyrgða munu deila stuttum reynslusögum og í lok fundar verða pallborðsumræður.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Fundarstjóri er Ingunn Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Viðskiptagreiningu og þróun markaða

Erindi

  • Upprunaábyrgðir flýta orkuskiptum – Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
  • Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar – Halldór Kári Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun
  • Reynslan frá Noregi og stóra samhengið - Lars Ragnar Solberg, ráðgjafi hjá AFRY Consulting Management
  • Örsögur frá kaupendum og seljendum upprunaábyrgða

Pallborðsumræður

  • Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
  • Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global
  • Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis
  • Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×