Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 15:12 Sigfús telur eðlilegar ástæður fyrir því að það hafi vantað bensín á tankinn hjá leikmönnum íslenka liðsins í gær. Vísir/VIlhelm Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. „Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan: HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan:
HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira