Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 15:12 Sigfús telur eðlilegar ástæður fyrir því að það hafi vantað bensín á tankinn hjá leikmönnum íslenka liðsins í gær. Vísir/VIlhelm Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. „Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan: HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan:
HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira