Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. janúar 2023 13:01 Ferðamönnum fjölgar áfram og verða þeir fleiri en 2 milljónir á þessu ári ef spár Ferðamálastofu ganga eftir. Vísir/Vilhelm Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira