Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:27 Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton, búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. Getty Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play.
Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira