Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 09:01 Bjarki Már Elísson á ferðinni með kórónuveirugrímuna á EM í Ungverjalandi í fyrra. Getty/Kolektiff Images Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira