Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:59 Maté Dalmey, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. „Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
„Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09