Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:59 Maté Dalmey, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. „Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09