Viðskipti innlent

Finnur ráðinn fram­kvæmda­stjóri Samorku

Árni Sæberg skrifar
Finnur Beck er nýr framkvæmdastjóri Samorku.
Finnur Beck er nýr framkvæmdastjóri Samorku. Aðsend

Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hann tekur þegar í stað við stöðunni af Páli Erland, sem nýlega var ráðinn forstjóri HS Veitna.

Í tilkynningu á vef Samorku segir að Finnur hafi verið forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku frá miðju ári 2021. Þar áður hafi hann starfað sem lögfræðingur HS Orku hf. frá árinu 2015 til 2020 og verið um tíma settur forstjóri félagsins.

Finnur er löglærður og hefur meðal annars starfað sem sem héraðsdómslögmaður hjá Landslögum og sinnt stundakennslu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík á sviði fjármunaréttar, stjórnskipunarréttar og alþjóðlegs og evrópsks orkuréttar.

„Orku- og veitumálin eru mikilvægur málaflokkur sem snertir samfélagið allt. Framundan eru spennandi verkefni við að tryggja áfram heitt og kalt vatn, grænt rafmagn og góða fráveituþjónustu ásamt því að vinna með stjórnvöldum að jarðefnaeldsneytislausu Íslandi. Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni með aðildarfélögum okkar og öflugu teymi Samorku “, er haft eftir Finni í tilkynningu.

„Finnur hefur umfangsmikla reynslu úr orku- og veitugeiranum. Hann þekkir einnig vel til Samorku, þjónustunnar við aðildarfyrirtækin og hlutverks þeirra sem málsvara orku- og veitufyrirtækja. Það er því fagnaðarefni að ganga frá ráðningu Finns sem framkvæmdastjóra,“ er haft eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, stjórnarformanni Samorku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×