Lærði kínversku og smyglaði Red Bull inn í Ólympíuþorpið fyrir Hreiðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 09:01 Ólympíleikarnir í Peking 2008 íslenska landsliðið í handbolta vann silfur Bjarni Fritzson lærði nokkur orð í kínversku á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og smyglaði Red Bull orkudrykkjum inn í Ólympíuþorpið. Bjarni var gestur fimmta þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Bjarni var fimmtándi maður í íslenska hópnum og spilaði ekki mínútu á mótinu. Hann gisti ekki í Ólympíuþorpinu og þurfti að vera farinn þaðan á kvöldin. Hann lét samt til sín taka og naut þess að vera á Ólympíuleikunum. „Því ég var þessi fimmtándi maður hafði ég ekki fullan aðgang að matartjaldinu. Andri [Stefánsson], sem er núna framkvæmdastjóri ÍSÍ, lét mig alltaf hafa matarmiða og ég var með þá eins og eitthvað skólabarn,“ sagði Bjarni. „Ég fékk einhverja tuttugu miða og nennti ekki alltaf að vera að pönkast í honum þannig að ég byrjaði að reyna að smygla mér inn í matartjaldið til að fara sparlega með miðana. Þannig ég lærði smá kínversku. Því alltaf þegar ég sagði eitthvað hneigði starfsfólkið sig og kíkti ekkert á spjaldið mitt.“ Bjarni kom líka góðvini sínum, markverðinum Hreiðari Levý Guðmundsson, til aðstoðar þegar orkudrykkjarþörf hans varð yfirþyrmandi. „Hann var búinn að venja sig á að drekka alltaf Red Bull fyrir leik en það var ekki til í þorpinu. Ég var sá eini sem fór út úr þorpinu og eitt kvöldið þegar ég fór til baka þvældist ég um til að leita að matvöruverslun til að finna Red Bull,“ sagði Bjarni. „Ég fann hann svo fyrir þennan Egyptaleik,“ sagði Bjarni en sá leikur var til umfjöllunar í fimmta þætti Stórasta landsins. Hann endaði með jafntefli, 32-32. Hlusta má á fimmta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Stórasta landið Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. 14. desember 2022 10:01 Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Bjarni var gestur fimmta þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Bjarni var fimmtándi maður í íslenska hópnum og spilaði ekki mínútu á mótinu. Hann gisti ekki í Ólympíuþorpinu og þurfti að vera farinn þaðan á kvöldin. Hann lét samt til sín taka og naut þess að vera á Ólympíuleikunum. „Því ég var þessi fimmtándi maður hafði ég ekki fullan aðgang að matartjaldinu. Andri [Stefánsson], sem er núna framkvæmdastjóri ÍSÍ, lét mig alltaf hafa matarmiða og ég var með þá eins og eitthvað skólabarn,“ sagði Bjarni. „Ég fékk einhverja tuttugu miða og nennti ekki alltaf að vera að pönkast í honum þannig að ég byrjaði að reyna að smygla mér inn í matartjaldið til að fara sparlega með miðana. Þannig ég lærði smá kínversku. Því alltaf þegar ég sagði eitthvað hneigði starfsfólkið sig og kíkti ekkert á spjaldið mitt.“ Bjarni kom líka góðvini sínum, markverðinum Hreiðari Levý Guðmundsson, til aðstoðar þegar orkudrykkjarþörf hans varð yfirþyrmandi. „Hann var búinn að venja sig á að drekka alltaf Red Bull fyrir leik en það var ekki til í þorpinu. Ég var sá eini sem fór út úr þorpinu og eitt kvöldið þegar ég fór til baka þvældist ég um til að leita að matvöruverslun til að finna Red Bull,“ sagði Bjarni. „Ég fann hann svo fyrir þennan Egyptaleik,“ sagði Bjarni en sá leikur var til umfjöllunar í fimmta þætti Stórasta landsins. Hann endaði með jafntefli, 32-32. Hlusta má á fimmta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Stórasta landið Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. 14. desember 2022 10:01 Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. 14. desember 2022 10:01
Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00