Viðskipti innlent

Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljóleiðarans ehf.
Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljóleiðarans ehf. sýn

Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna.

Þessu greinir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar frá í tilkynningu.

Samhliða kaupsamningi hefur verið gerður þjónustusamningur milli félaganna til 12 ára um heildsöluaðgang og þjónustu yfir burðar- og aðgangsnet Ljósleiðarans, sem og þjónustu um internettengingar til útlanda.

Umsamið kaupverð eru 3 milljarðar króna og segir í tilkynningu að viðskiptin muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarkostnað og lækka árlega fjárfestingaþörf.

„Þessi viðskipti hafa verið í ferli í langan tíma og því mjög ánægjulegt að málið sé í höfn. Samhliða þessum viðskiptum munu átta starfsmenn færast yfir til Ljósleiðarans en þeir hafa staðið sig afar vel í störfum og uppbyggingu fyrir félagið í langan tíma og þökkum við þeim því kærlega fyrir þeirra framlag og óskum þeim góðs gengis á nýjum stað þar sem við munum áfram njóta þjónustu þeirra,“ segir Yngvi Halldórsson í sömu tilkynningu. 

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×