Viðskipti innlent

Logi nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Símanum

Atli Ísleifsson skrifar
Logi Karlsson.
Logi Karlsson. Aðsend

Logi Karlsson hefur verið ráðinn til Símans sem framkvæmdastjóri tækniþróunarsviðs. Hann kemur til starfa fljótlega á nýju ári.

Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að Logi komi til Símans frá Íslandsbanka þar sem hann hafi sinnt starfi forstöðumanns Nýsköpunar og stafrænnar þróunar. 

„Frá 2016 hefur Logi starfað við ýmsa umbreytingu, tækniþróun og stjórnun hjá Íslandsbanka en hefur áður sinnt rannsóknum og viðskiptaráðgjöf í Ástralíu, auk kennslu við MBA nám Háskóla Íslands. Logi er með Ph.D. gráðu í markaðsfræðum og MBA gráðu, hvort tveggja frá Sydney Business School, og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×