Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 18:20 Vítamíns- og íþróttadrykkurinn Prime seldist upp á nokkrum klukkustundum en hver viðskiptavinur Krónunnar mátti ekki kaupa fleiri en tólf flöskur. Vísir/Lillý Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022 Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent