Viðskipti innlent

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ingibjörg Ýr Kalatschan er nýr viðskiptastjóri GPTW.
Ingibjörg Ýr Kalatschan er nýr viðskiptastjóri GPTW.

Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Ingibjörg hefur undanfarin ár starfað meðal annars í Texas, San Fransisco og bandaríska sendiráðinu í Búdapest. Hún er með B.A.-gráðu í ensku, bókmenntum og skapandi skrifum frá University of Central Oklahoma. Hún er nú í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. 

„Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi hjá Great Place To Work sem býður upp á einfalda leið til að kanna starfsánægju og finna leiðir til úrbóta. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum notaði ég alltaf lista þeirra yfir bestu vinnustaðina þegar þeir komu út á hverju ári, sérstaklega bestu vinnustaði fyrir konur. Við munum einmitt útnefna bestu vinnustaðina fyrir konur hér á Íslandi á næsta ári sem verður mjög áhugavert,“ er haft eftir Ingibjörgu í tilkynningu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×