Körfubolti

Draymond Green lét reka áhorfenda út úr húsi fyrir að hóta sér lífláti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru alltaf einhver læti í kringum Draymond Green hjá Golden State Warriors. Nú þótti dómurum áhorfandi ganga of langt eftir að NBA leikmaðurinn kvartaði í miðjum leik.
Það eru alltaf einhver læti í kringum Draymond Green hjá Golden State Warriors. Nú þótti dómurum áhorfandi ganga of langt eftir að NBA leikmaðurinn kvartaði í miðjum leik. AP/Godofredo A. Vásquez

Það gekk ekki vel hjá NBA meisturum Golden State Warriors í heimsókn sinni til Milwaukee í vikunni og endaði með að skíttapa.

Enginn var líklega meira pirraður en Draymond Green sem er nú þekktur fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur.

Í þriðja leikhluta lenti Green í útistöðum við einn stuðningsmann Milwaukee liðsins í stúkunni.

Það endaði með því að Green fékk dómara leiksins til að vísa áhorfandanum út úr húsi.

Green var mjög reiður og lagði ofurkapp á það að dómararnir hlustuðu á hann og létu fjarlægja manninn úr salnum.

Eftir leikinn sagði Green að maðurinn hafi hótað honum lífláti. Green sagði líka að hann hafi verið nálægt því að vaða í manninn. Sem betur fer valdi hann réttu leiðina sem var að láta dómarana taka á þessu.

Hér fyrir neðan má sjá þetta atvik og þar á meðal svipinn á Stephen Curry þegar Green segir honum frá því sem áhorfandinn sagði við hann.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×