Sara og Elvar kjörin best annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 09:31 Körfuknattleiksfólk ársins 2022. vísir/vilhelm/hulda margrét Annað árið í röð eru Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson Körfuknattleiksfólk ársins af KKÍ. Frá 1998 hefur valið verið tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleiksfólk ársins er valið í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Þetta er þriðja árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu á síðasta tímabili en söðlaði um í sumar og gekk í raðir Faenza Basket Project á Ítalíu. Þá átti Sara gott ár með landsliðinu og setti meðal annars stigamet á árinu þegar hún skoraði 33 stig í fræknum sigri á Rúmeníu. Í 2. sæti í kjörinu á Körfuknattleikskonu ársins varð landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir í því þriðja. Elvar Már lék með Antwerp Giants í Belgíu á síðasta tímabili og svo stuttlega á Ítalíu með Derthona. Í vetur hefur hann leikið með Rytas Vilnius í Litáen. Hann er stoðsendingahæsti leikmaður liðsins sem er í 2. sæti litáísku úrvalsdeildarinnar. Njarðvíkingurinn er einnig burðarás í íslenska landsliðinu. Tryggvi Snær Hlinason varð í 2. sæti í kjörinu á Körfuknattleiksmanni ársins og í 3. sæti varð Ægir Þór Steinarsson. Umsögn um Söru Sara Rún er „Körfuknattleikskona ársins“ árið 2022 þriðja árið í röð. Sara Rún sem er uppalin með Keflavík og lék eitt tímabil með Haukum hér heima hefur einnig leikið í háskóla í Bandaríkjunum og leikið undanfarin ár í Evrópu sem atvinnumaður. Sara Rún átti gott tímabil í fyrra með liði sínu í Rúmeníu og var ein af bestu leikmönnum síns liðs. Hún og færði sig til Ítalíu fyrir þetta tímabil til Faenza Basket Project í Serie A. Þar hefur Sara Rún átt góða leiki, er með 8.3 stig að meðatali í leik eftir 10 leiki og hefur verið helsti varnarmaður síns liðs og verið sett sérstaklega til höfuðs helstu sóknarmönnum andstæðingana sem sýnir hversu góður varnarmaður hún er. Sara Rún hefur verið burðarás íslenska kvennalandsliðsins og verið að leiða stigaskorun liðsins að undanförnu í hverjum leiknum á fætur öðrum og undirstrikaði það rækilega í fræknum sigri á Rúmeníu nú í nóvember, þar sem hún skoraði 33 stig og setti um leið íslenskt landsliðsmet leikmanns í einum leik í sögu karla- og kvennalandsliða KKÍ. Landsliðið lék að tvo landsleiki í nóvember í undankeppni EM kvenna 2023 og þar var Sara Rún öflug að venju og fundið leiðir að körfunni gegn sterkum andstæðingum. Sara Rún hefur verið ofarlega í öllum helstu tölfræðiþáttum í þessum leikjum og leiðir landsliðið í stigaskorun (10. sæti yfir alla keppnina), fráköstum, stoðsendingum og framlagi sem er frábært afrek. Sara Rún hefur hefur sífellt verið að taka framförum í sínum leik og verið að taka sér leiðtogahlutverk með landsliðinu og því ljóst að á næstu árum verður hún áfram ein af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í að leiða ungt lið áfram í næstu verkefnum. Umsögn um Elvar Elvar Már er að hljóta nafnbótina „Körfuknattleiksmaður ársins“ í annað sinn og annað árið í röð. Elvar Már sem valinn var „MVP - Leikmaður ársins“ í litháensku deildinni fyrir tveim árum hélt á síðastliðnu tímabili til Belgíu þar sem Elvar Már gerði samning við Antwerp Giants í Belgíu. Þar átti hann mjög gott tímabil með stærsta liði Belgíu og var byrjunarliðs bakvörður og stýrði sóknarleik liðsins. Í lok þess tímabils fór hann stutt til Ítalíu áður en leiktíðinni lauk. Fyrir þetta tímabil voru það hinsvegar svo litháesku meistararnir í Rytas Vilnius sem sóttu Evlvar og tryggðu sér starfskrafta hans og hefur hann verið að stýra leik þeirra með glæsibrag og leiðir liðið sitt í stoðsendingum en Rytas Vilnius sem er með feikisterkt lið og ætlar sér mikið. Liðið leikur einnig í evópukeppninni, FIBA EuroCup, samhliða deildinni heima fyrir, þar sem liðið er í öðru sæti deildarinnar og er líklegt til afreka í vor í úrslitakeppninni. Með íslenska landsliðinu hefur Elvar Már verið leiðtogi liðsins og hefur hann tekið þátt í öllum leikjum liðsins á undanförnum árum og heilt yfir verið meðal bestu manna liðsins í hverju verkefninu á fætur öðru. Hann átti stóran þátt í því að koma liðinu inn í undankeppni HM á sl. tveim árum í gegnum ýmsa riðla og forkeppnir sem hefur reynst gríðarlega dýrmætt og komið landsliðinu á góðan stað á ný. Elvar Már átti mjög góða leiki fyrir Ísland á þessu ári þegar Ísland náði í mikilvæg stig, til dæmis gegn Ítalíu, Hollandi og Úkraínu hér heima í leikjum sem var mikilvægt að vinna. Þar lék Elvar Már frábærlega og var óstöðvandi í sóknarleik Íslands sem gerði andstæðinga Íslands ráðþrota í hverjum leiknum á fætur öðrum. Frábær frammistaða hans í leikjunum tveim gegn Ítalíu varð til þess að lið í efstu deild, Derthona, keypti upp samning hans við Antwerp Giants í lok tímabilsins sem er til marks um hversu mikla athygli hann fékk á árinu. Elvar Már er í 28. sæti yfir flest framlagsstig í undankeppni HM í evrópu og 9. sæti yfir bakverði sem segir talsvert um framlag hans til landsliðsins. Körfuknattleiksfólk ársins frá 1998 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir Fréttir ársins 2022 Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Atalanta á toppinn Fótbolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Körfubolti Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira
Frá 1998 hefur valið verið tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleiksfólk ársins er valið í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Þetta er þriðja árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu á síðasta tímabili en söðlaði um í sumar og gekk í raðir Faenza Basket Project á Ítalíu. Þá átti Sara gott ár með landsliðinu og setti meðal annars stigamet á árinu þegar hún skoraði 33 stig í fræknum sigri á Rúmeníu. Í 2. sæti í kjörinu á Körfuknattleikskonu ársins varð landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir í því þriðja. Elvar Már lék með Antwerp Giants í Belgíu á síðasta tímabili og svo stuttlega á Ítalíu með Derthona. Í vetur hefur hann leikið með Rytas Vilnius í Litáen. Hann er stoðsendingahæsti leikmaður liðsins sem er í 2. sæti litáísku úrvalsdeildarinnar. Njarðvíkingurinn er einnig burðarás í íslenska landsliðinu. Tryggvi Snær Hlinason varð í 2. sæti í kjörinu á Körfuknattleiksmanni ársins og í 3. sæti varð Ægir Þór Steinarsson. Umsögn um Söru Sara Rún er „Körfuknattleikskona ársins“ árið 2022 þriðja árið í röð. Sara Rún sem er uppalin með Keflavík og lék eitt tímabil með Haukum hér heima hefur einnig leikið í háskóla í Bandaríkjunum og leikið undanfarin ár í Evrópu sem atvinnumaður. Sara Rún átti gott tímabil í fyrra með liði sínu í Rúmeníu og var ein af bestu leikmönnum síns liðs. Hún og færði sig til Ítalíu fyrir þetta tímabil til Faenza Basket Project í Serie A. Þar hefur Sara Rún átt góða leiki, er með 8.3 stig að meðatali í leik eftir 10 leiki og hefur verið helsti varnarmaður síns liðs og verið sett sérstaklega til höfuðs helstu sóknarmönnum andstæðingana sem sýnir hversu góður varnarmaður hún er. Sara Rún hefur verið burðarás íslenska kvennalandsliðsins og verið að leiða stigaskorun liðsins að undanförnu í hverjum leiknum á fætur öðrum og undirstrikaði það rækilega í fræknum sigri á Rúmeníu nú í nóvember, þar sem hún skoraði 33 stig og setti um leið íslenskt landsliðsmet leikmanns í einum leik í sögu karla- og kvennalandsliða KKÍ. Landsliðið lék að tvo landsleiki í nóvember í undankeppni EM kvenna 2023 og þar var Sara Rún öflug að venju og fundið leiðir að körfunni gegn sterkum andstæðingum. Sara Rún hefur verið ofarlega í öllum helstu tölfræðiþáttum í þessum leikjum og leiðir landsliðið í stigaskorun (10. sæti yfir alla keppnina), fráköstum, stoðsendingum og framlagi sem er frábært afrek. Sara Rún hefur hefur sífellt verið að taka framförum í sínum leik og verið að taka sér leiðtogahlutverk með landsliðinu og því ljóst að á næstu árum verður hún áfram ein af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í að leiða ungt lið áfram í næstu verkefnum. Umsögn um Elvar Elvar Már er að hljóta nafnbótina „Körfuknattleiksmaður ársins“ í annað sinn og annað árið í röð. Elvar Már sem valinn var „MVP - Leikmaður ársins“ í litháensku deildinni fyrir tveim árum hélt á síðastliðnu tímabili til Belgíu þar sem Elvar Már gerði samning við Antwerp Giants í Belgíu. Þar átti hann mjög gott tímabil með stærsta liði Belgíu og var byrjunarliðs bakvörður og stýrði sóknarleik liðsins. Í lok þess tímabils fór hann stutt til Ítalíu áður en leiktíðinni lauk. Fyrir þetta tímabil voru það hinsvegar svo litháesku meistararnir í Rytas Vilnius sem sóttu Evlvar og tryggðu sér starfskrafta hans og hefur hann verið að stýra leik þeirra með glæsibrag og leiðir liðið sitt í stoðsendingum en Rytas Vilnius sem er með feikisterkt lið og ætlar sér mikið. Liðið leikur einnig í evópukeppninni, FIBA EuroCup, samhliða deildinni heima fyrir, þar sem liðið er í öðru sæti deildarinnar og er líklegt til afreka í vor í úrslitakeppninni. Með íslenska landsliðinu hefur Elvar Már verið leiðtogi liðsins og hefur hann tekið þátt í öllum leikjum liðsins á undanförnum árum og heilt yfir verið meðal bestu manna liðsins í hverju verkefninu á fætur öðru. Hann átti stóran þátt í því að koma liðinu inn í undankeppni HM á sl. tveim árum í gegnum ýmsa riðla og forkeppnir sem hefur reynst gríðarlega dýrmætt og komið landsliðinu á góðan stað á ný. Elvar Már átti mjög góða leiki fyrir Ísland á þessu ári þegar Ísland náði í mikilvæg stig, til dæmis gegn Ítalíu, Hollandi og Úkraínu hér heima í leikjum sem var mikilvægt að vinna. Þar lék Elvar Már frábærlega og var óstöðvandi í sóknarleik Íslands sem gerði andstæðinga Íslands ráðþrota í hverjum leiknum á fætur öðrum. Frábær frammistaða hans í leikjunum tveim gegn Ítalíu varð til þess að lið í efstu deild, Derthona, keypti upp samning hans við Antwerp Giants í lok tímabilsins sem er til marks um hversu mikla athygli hann fékk á árinu. Elvar Már er í 28. sæti yfir flest framlagsstig í undankeppni HM í evrópu og 9. sæti yfir bakverði sem segir talsvert um framlag hans til landsliðsins. Körfuknattleiksfólk ársins frá 1998 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir
Sara Rún er „Körfuknattleikskona ársins“ árið 2022 þriðja árið í röð. Sara Rún sem er uppalin með Keflavík og lék eitt tímabil með Haukum hér heima hefur einnig leikið í háskóla í Bandaríkjunum og leikið undanfarin ár í Evrópu sem atvinnumaður. Sara Rún átti gott tímabil í fyrra með liði sínu í Rúmeníu og var ein af bestu leikmönnum síns liðs. Hún og færði sig til Ítalíu fyrir þetta tímabil til Faenza Basket Project í Serie A. Þar hefur Sara Rún átt góða leiki, er með 8.3 stig að meðatali í leik eftir 10 leiki og hefur verið helsti varnarmaður síns liðs og verið sett sérstaklega til höfuðs helstu sóknarmönnum andstæðingana sem sýnir hversu góður varnarmaður hún er. Sara Rún hefur verið burðarás íslenska kvennalandsliðsins og verið að leiða stigaskorun liðsins að undanförnu í hverjum leiknum á fætur öðrum og undirstrikaði það rækilega í fræknum sigri á Rúmeníu nú í nóvember, þar sem hún skoraði 33 stig og setti um leið íslenskt landsliðsmet leikmanns í einum leik í sögu karla- og kvennalandsliða KKÍ. Landsliðið lék að tvo landsleiki í nóvember í undankeppni EM kvenna 2023 og þar var Sara Rún öflug að venju og fundið leiðir að körfunni gegn sterkum andstæðingum. Sara Rún hefur verið ofarlega í öllum helstu tölfræðiþáttum í þessum leikjum og leiðir landsliðið í stigaskorun (10. sæti yfir alla keppnina), fráköstum, stoðsendingum og framlagi sem er frábært afrek. Sara Rún hefur hefur sífellt verið að taka framförum í sínum leik og verið að taka sér leiðtogahlutverk með landsliðinu og því ljóst að á næstu árum verður hún áfram ein af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í að leiða ungt lið áfram í næstu verkefnum.
Elvar Már er að hljóta nafnbótina „Körfuknattleiksmaður ársins“ í annað sinn og annað árið í röð. Elvar Már sem valinn var „MVP - Leikmaður ársins“ í litháensku deildinni fyrir tveim árum hélt á síðastliðnu tímabili til Belgíu þar sem Elvar Már gerði samning við Antwerp Giants í Belgíu. Þar átti hann mjög gott tímabil með stærsta liði Belgíu og var byrjunarliðs bakvörður og stýrði sóknarleik liðsins. Í lok þess tímabils fór hann stutt til Ítalíu áður en leiktíðinni lauk. Fyrir þetta tímabil voru það hinsvegar svo litháesku meistararnir í Rytas Vilnius sem sóttu Evlvar og tryggðu sér starfskrafta hans og hefur hann verið að stýra leik þeirra með glæsibrag og leiðir liðið sitt í stoðsendingum en Rytas Vilnius sem er með feikisterkt lið og ætlar sér mikið. Liðið leikur einnig í evópukeppninni, FIBA EuroCup, samhliða deildinni heima fyrir, þar sem liðið er í öðru sæti deildarinnar og er líklegt til afreka í vor í úrslitakeppninni. Með íslenska landsliðinu hefur Elvar Már verið leiðtogi liðsins og hefur hann tekið þátt í öllum leikjum liðsins á undanförnum árum og heilt yfir verið meðal bestu manna liðsins í hverju verkefninu á fætur öðru. Hann átti stóran þátt í því að koma liðinu inn í undankeppni HM á sl. tveim árum í gegnum ýmsa riðla og forkeppnir sem hefur reynst gríðarlega dýrmætt og komið landsliðinu á góðan stað á ný. Elvar Már átti mjög góða leiki fyrir Ísland á þessu ári þegar Ísland náði í mikilvæg stig, til dæmis gegn Ítalíu, Hollandi og Úkraínu hér heima í leikjum sem var mikilvægt að vinna. Þar lék Elvar Már frábærlega og var óstöðvandi í sóknarleik Íslands sem gerði andstæðinga Íslands ráðþrota í hverjum leiknum á fætur öðrum. Frábær frammistaða hans í leikjunum tveim gegn Ítalíu varð til þess að lið í efstu deild, Derthona, keypti upp samning hans við Antwerp Giants í lok tímabilsins sem er til marks um hversu mikla athygli hann fékk á árinu. Elvar Már er í 28. sæti yfir flest framlagsstig í undankeppni HM í evrópu og 9. sæti yfir bakverði sem segir talsvert um framlag hans til landsliðsins.
1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir
Fréttir ársins 2022 Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Atalanta á toppinn Fótbolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Körfubolti Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira