Viðskipti innlent

Icelandair hefur flug­ferðir til Ísrael

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flug Icelandair var að koma frá Munchen í Þýskalandi.
Flug Icelandair var að koma frá Munchen í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm

Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. 

Tel Aviv er næststærsta borg Ísrael en í tilkynningu frá Icelandair segir að þar megi finna fallegar strendur, fornminjar og söfn. Stutt er að fara frá Tel Aviv til annarra borga í Ísrael og til nágrannaríkja. 

Í tilkynningunni segir að eftirspurn eftir flugi frá Tel Aviv til Íslands hafi aukist undanfarið samhliða fjölgun ísraelskra ferðamanna. Þá sé flogið á tíma sem hentar vel til tenginga við flug Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada. 

„Tel Aviv er spennandi nýr áfangastaður sem passar vel inn í viðskiptalíkan okkar en mikil eftirspurn er eftir ferðum á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Þá er þetta einnig góð viðbót við flóruna sem Íslendingum stendur til boða í beinu flugi en Tel Aviv býður upp á skemmtilega blöndu menningar, sögu og sólarstranda,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×