Viðskipti innlent

Bryn­dís kveður Símann og tekur við markaðs­málum Stor­ytel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bryndís Sigurðardóttir kveður Símann eftir margra ára starf.
Bryndís Sigurðardóttir kveður Símann eftir margra ára starf.

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu.

Bryndís hefur áralanga reynslu af markaðsmálum fyrir afþreyingu og fjarskipti. Hún kemur til Storytel frá Símanum þar sem hún stýrði markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans. Áður var hún vörustjóri Ljósleiðarans hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Bryndís er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Storytel er ein stærsta streymisveita hljóð- og rafbóka í heiminum og starfar á 25 mörkuðum víðs vegar um heim. Heildarfjöldi starfsmanna á heimsvísu er um 600 en Storytel hefur yfir tvær milljónir áskrifenda um allan heim og yfir milljón titla í bókasafni sínu.

„Við erum mikil bókaþjóð og hljóðbækur eru orðnar ómissandi þáttur í daglegu lífi fjölmargra Íslendinga. Storytel gegnir þar stóru hlutverki og ég hlakka til að taka þátt í því spennandi og öfluga starfi sem þar fer fram, segir Bryndís í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.