Innherji

Seðl­a­bank­a­stjór­i seg­ir að fyrst­u kjar­a­samn­ing­arn­ir séu „mjög já­kvæð tíð­ind­i“

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á nýjum veruleika þegar kemur að erlendri fjármögnun íslenskra banka. Bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í Evrópu og okkar helstu viðskiptalöndum. „Vextir á skuldabréfum bankanna voru óeðlilega lágir vegna þess,“ sagði hann.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á nýjum veruleika þegar kemur að erlendri fjármögnun íslenskra banka. Bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í Evrópu og okkar helstu viðskiptalöndum. „Vextir á skuldabréfum bankanna voru óeðlilega lágir vegna þess,“ sagði hann.

Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum.  „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.

Fjármálastöðguleikanefnd hélt kynningarfund í morgun til að fara yfir yfirlýsingu sína. Á fundinum var spurt um nýja kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins og 17 af 19 aðildarfélaga SGS rituðu undir kjarasamning á laugardaginn. Meðal annars var samið um 33 þúsund króna almenna hækkun og 35 þúsund króna hækkun á grunntaxta. Í ljósi þess að fjármálastöðugleikanefnd sat fundinn en ekki peningastefnunefnd var spurt hvaða áhrif kjarasamningurinn hefði á fjármálastöðugleika í stað verðbólgu. Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af því að verkalýðsforystan myndi semja um hærri laun en hagkerfið ræður við. Launahækkanirnar myndu  því leiða til aukinnar verðbólgu. Fram kom á fundinum að Seðlabankinn hafi ekki greint kjarasamninginn í efnahagslegu tilliti.

Ásgeir sagði að samið hafi verið um að launafólk fái strax miklar greiðslur við upphaf samnings. „Við verðum að sjá hvaða áhrif það hefur á verðbólgu. Við erum bjartsýn,“ sagði hann.

Vextir á skuldabréfum bankanna voru óeðlilega lágir vegna þess.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti á fundinum athygli á nýjum veruleika þegar kemur að erlendri fjármögnun íslenskra banka. Bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í Evrópu og okkar helstu viðskiptalöndum. „Vextir á skuldabréfum bankanna voru óeðlilega lágir vegna þess,“ sagði hann.

Nú fari vextir hækkandi sem og álag á skuldabréf bankanna. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir og nefndi að forsendur margra þeirra sem séu að fjárfesta hafi breyst í ljósi mikillar hækkunar fjármagnskostnaði sem nemi mörg hundruð punktum.

„Það kann að hafa áhrif þegar fram líður,“ sagði Ásgeir. „Við segjum á móti: Við höfum nægan sparnað á Íslandi til að fjármagna allt sem við viljum.“

Ásgeir sagði að verðbréfasjóðir sem fjárfesti meðal annars í skuldabréfum hafi orðið fyrir miklum innlausnum að undanförnu sem kalli á útflæði úr sjóðunum. Það þýðir að sjóðirnir vilji síður fjárfesta í eignum sem séu ekki auðseljanlegar, en skuldabréfaútgáfur bankanna séu litlar, bankarnir séu enda litlir á alþjóðavísu. Það má því skilja orð hans með þeim hætti að skuldabréf bankanna séu ekki auðseljanleg eign alþjóðlega fyrir erlenda sjóði.

Fram hefur komið á Innherja að umrót á alþjóðlegum fjármála- og lánamörkuðum hafi á undanförnum mánuðum þrengt mjög aðgengi að lánsfjármögnun og vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt hafi hækkað verulega.

Íslandsbanki gaf þannig út almenn skuldabréf í norskum og sænskum krónum í upphafi síðasta mánaðar, jafnvirði samtals um 35 milljarða íslenskra króna, sem báru breytilega vexti sem nema 425 og 475 punkta álagi ofan á þriggja mánaða millibankavexti. Slík vaxtakjör á erlendum útgáfum bankanna hafa ekki sést frá því í ársbyrjun 2013 þegar þeir fóru fyrst að sækja sér erlent fjármagn eftir fjármálahrunið. Íslandsbanki hafði fyrst áformað að gefa út skuldabréf í evrum en þurfti frá að hverfa með þá útgáfu vegna takmarkaðs áhuga fjárfesta sem hefði þýtt enn hærra vaxtaálag.

Þá gaf Arion banki út græn skuldabréf í evrum fyrir jafnvirði um 42 milljarða króna um miðjan september - grænar útgáfur njóta iðulega lítillega betri kjara en aðrar – sem voru á 265 punkta álagi yfir millibankavöxtum. Vikurnar á eftir fóru markaðsaðstæður erlendis versnandi og þá um leið kjörin á slíkum skuldabréfaútgáfum fyrir banka. Arion nýtti fjármagnið meðal annars til að kaupa til baka skuldabréf í evrum sem er á gjalddaga á næsta ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.